Ég á erfitt með að sitja á mér eftir fréttir gærdagsins. Í gær frétti ég, ásamt öllum öðrum, að Björn Ingi Hrafnson hefði slitið meirihlutanum í borgarstjórn. Fyrst varð ég hissa á því hversu snöggt þetta hafði gengið yfir en síðan varð ég hneykslaður á því að þetta gæti gerst. Er íslenska stjórnkerfið virkilega svo gallað að einn maður geti bolað heilum flokki og borgarstjóra frá störfum eftir eigin hentisemi. Í sjálfu sér var allt þetta sameiningarferli meingallað og ólgan innan sjálfstæðisflokksins farin að éta hann innan frá. En þrátt fyrir það finnst mér ekki rétt af Birni að stinga félaga sína í meirihlutanum í bakið og hlaupa í fangið á slefandi meirihlutanum sem ekkert þráir frekar en völd.
Björn Ingi er ekki að gera neitt annað enn að styrkja stöðu sína í borgarstjórn og sýna það að ef ekki er gert það sem hann vill slítur hann bara sambandinu og fer annað.
Og hver er fórnarlambið núna? Jú, Björn Ingi. Samviskan leyfði honum ekki að halda samstarfinu áfram og féll grátandi í faðm Alfreðs Þorsteinssonar, Búhúhú.
Ég sem tel mig gallharðan framsóknarmann úr iðrum framsóknarflokksins í uppsveitum Árnessýslu, hef hér með ákveðið að hætta að styðja flokkinn þar til þessi maður er farinn að vinna við eitthvað annað en pólitík.
Bloggar | 12.10.2007 | 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Jæja, núna situr maður í stofu 18 í fb og hripar niður orð til handa bloggheiminum. Ég vona að í framtíðinni gefist mér tími til að pæla í hinu og þessu og skapa kannski umræður á borð við þær sem Jens Guð hefur ýtt úr vör
Bloggar | 25.9.2007 | 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)